Við mælum eindregið með því að ganga inn í báða hópana okkar, þar munum við auglýsa viðburði og vísindaferðir allt skólaárið.

Nemar í Lífeinda- og Geislafræði, allir árgangar

Nýnemar í Lífeinda- og Geislafræði 22-23´

Vísindaferðir og aðrir viðburðir

Vísindaferðir og aðrir viðburðir verða kynntir á FLOG Facebook hópnum okkar og mun skráningin fara fram þar. Yfirleitt eru fjöldatakmarkanir í vísó og aðra viðburði, og því mikilvægt að skrá sig snemma til þess að vera öruggur inn. Ef fleiri skrá sig en komast með fara þeir sem voru síðastir að skrá sig á biðlista. 

Þeir sem kaupa nemendaskítreini fá frítt í allar vísindaferðir en aðrir þurfa að borga fyrir hverja vísindaferð. Þá er auðveldast að borga með AUR appinu eða með því að leggja beint inn á okkur. 

Skráning í vísindaferðir og viðburði:

Ef þú hefur skráð þig en kemst ekki er mikilvægt að láta okkur vita með því að senda skilaboð á FLOG Nemendafélag á facebook eða senda póst á flog@hi.is svo sá sem er næstur á biðlista geti komið með í staðin