FLOG, Félag lífeinda- og geislafræðinema við Háskóla Íslands er sameiginlegt nemendafélag námsbrauta í lífeindafræði og geislafræði, en báðar brautirnar flokkast undir Læknadeild og Heilbrigðisvísindasvið. Félagið var stofnað í október 2006.

Kennsla í lífeindafræði og geislafræði fékk varanlegan sess innan Læknadeildar HÍ árið 2005. Áður hafði kennslan verið í Tækniháskólanum, en þegar Tækniháskólinn og Háskóli Reykjavíkur sameinuðust árið 2005 fluttust þáverandi nemendur með og útskrifuðust þaðan, en nýjir nemendur hófu þá nám í Háskóla Íslands.

HÍ brautskráði fyrstu nemendur sína í lífeindafræði og geislafræði vorið 2008.

FLOG einbeitir sér að því að:

  • Huga að hagsmunum nemenda skólans
  • Kynna námið innan háskólans sem og utan
  • Velja fulltrúa sem situr í skólastjórn deildarinnar sem hefur atkvæðarétt varðandi allar helstu ákvarðanir skorarinnar.
  • Vinna með ýmsum ráðum að því að halda góðum móral milli nemenda deildarinnar, og hjálpa til við að binda enn betur þau vinabönd og tengslanet sem háskólanámið skapar.

Starf FLOG er í sífelldri mótun, og eru allar tillögur að breyttri/bættri starfsemi vel þegnar.

Stofnfélagar FLOG eru eftirfarandi:

Margrét Arnardóttir, lífeindafræði 1. ár

Hafdís Sigurðardóttir 1. ár lífeindafræði

Valdís Klara Guðmundsdóttir, 1. ár geislafræði

Bjartur Sæmundsson, 1. ár lífeindafræði

Helga Lillian Guðmundsdóttir, 1. ár geislafræði

Helga María Guðmundsdóttir, 1. ár Lífeindafræði