Næstkomandi föstudag ætlar Landsvirkjun að bjóða okkur í vísindaferð til sín. Þau munu útvega rútur sem fara af stað á slaginu kl. 16:00 frá malarplaninu fyrir framan Háskóla Íslands og keyra þaðan í Ljósafossvirkjun. Mælum með að mæta tímanlega svo þið missið ekki af rútunum. Í Ljósafossvirkjun munu sérfræðingar þeirra taka vel á móti okkur og flytja stutta kynningu og svara spurningum á meðan ferðinni stendur. Þau ætla að gera vel við okkur með veitingum bæði í föstu og fljótandi formi. Rúturnar munu síðan leggja af stað aftur í bæinn kl. 19:00 og enda þá aftur fyrir utan HÍ.

Ekki mörg sæti eru í boði þannig ekki vera sein að skrá ykkur svo þið missið ekki af þessari veislu!!

Hugmyndin er svo að fara á Stúdentakjallarann og fá okkur eitthvað gott að borða (og drekka ;)).

Minnum svo á að þeir sem eru í FLOG ganga fyrir í vísó! Svo kostar 1000kr fyrir þá sem eru ekki búnir að kaupa sér FLOG kort að koma í vísó.

Hlökkum til að sjá ykkur!!

PS. Minnum á að skráningin á árshátíðina er hafin…getum lofað þessi verður geeeeeggjuð!!!