Árshátíð FLOG verður haldin þann  23. mars í GALA salnum á Smiðjuvegi 1. Húsið opnar kl 19 og forréttur hefst kl 20. Hver miði verður merktur með númeri og um kvöldið verður happdrætti með veglegum vinningum.

Þema árshátíðarinnar í ár er Masquerade.

Miðaverð á árshátíðina er:

FLOGARAR og kennarar: 6500kr

ÓFLOGARAR: 7500kr

Makar eru velkomnir á árshátíðina en þeir eru óflogarar þó þið séuð flogarar. Skráning er með sama sniði á ávallt, senda póst á flog@hi.is en þið þurfið að taka fram hvort þið séuð með einhver ofnæmi eða annað slíkt (grænmetisætur) – matseðillinn er svo hér fyrir neðan. Eftir að þið hafið skráð ykkur með tölvupósti þá þurfið þið að borga fyrir miðann ykkar! Hægt er að borga fyrir miðann sinn til og með 14. mars en ef ekki er búið að borga á þeim tíma afskráist þið af árshátíðinni!!!

Reikningsupplýsingar FLOG er:
Reikningsnr: 0336-13-200556
Kt: 501106-0460

Við viljum gjarnan hafa skemmtiatriði frá hvorri námsbraut fyrir sig og svo kennurum. Við viljum því gjarnan fá 2-3 sjálfboðaliða frá hverju ári innan hvorrar námsbrautarinnar, sem eru tilbúnir að gera eitthvað skemmtilegt með og fyrir okkur 😀 Þið megið því endilega taka fram í skráningarpóstinum ykkar að þið bjóðið ykkur fram í skemmtinefnd fyrir námsbrautina ykkar 😀

Matseðill kvöldsins:

Forréttir
Hunangs og koníaks marineraður lax með piparrótar dill sósu
Heitreyktur sinnepssmurður lax á arabísku cous cous salati
Létt grilluð hrefna með híðishrísgrjóna salati með engifer og appelsínu
Hráskinka og melóna.
Soho salat, úrval af garðsalati, ristuðum fræjum og miðausturlanda dressingu
Heimabakað blandað brauð með, rauðu pesto og smjöri

AÐALRÉTTIR
Hunangs og salvíu og lime marineruð kalkúnabringa
Kryddjurtamarinerað hægeldað lambalæri Bérnaise
Innbökuð nautalund Wellington
Meðlæti.
Hunangs engifer og rosemarine -gljáðar gulrætur
Kartöflu gratin í hvítlauks rjóma
Rótargrænmeti með sætum kartöflum og smælki
Amerísk brauð og pecan stuffing
Bérnaise, villisveppasósa og rauðvínssósa

EFTIRRÉTTUR
Súkkulaði brownies með karamellusósu og vanilluís

 

Sjáumst hress og kát í partýstuði!!!