Þá er komið að næstu vísindaferð sem verður núna á fimmtudaginn, en þá ætlar Samskip að taka á móti okkur hjá aðalinngangi Samskipa Kjalarvogi 7-15, kl. 16:45 (mjög mikilvægt er að mæta tímanlega því húsið læsist kl. 17:00).

Best er að aka niður Kleppsmýrarveg (framhjá Blómaval/Húsasmiðjunni) af Sæbraut, svo inn Kjalarvog að húsinu. (Bláu línurnar á kortinu) Örin sýnir hvar þið gangið inn.

Samskip ætlar svo að sjálfsögðu að bjóða okkur uppá léttar veitingar og drykki.

Skráning hefst á miðvikudaginn kl. 12:oo eins og vanalega.