Vísindaferðin á föstudaginn verður ekki af verri endanum þar sem Vífilfell ætlar að bjóða okkur í heimsókn. Fjörið hefst kl 17:00 í Ægisgarði, Eyjaslóð 5, og lýkur kl 19:00. Eins og allir vita þá mun allt flæða í áfengi og enginn fer þyrstur út.

Eftir vísó heldur fjörið áfram á Austur þar sem við ætlum að nýta okkur tilboðin á barnum.

Skráning hefst á slaginu kl 12:00 á miðvikudaginn, svo verið tilbúin á takkanum því það vill enginn missa af þessu!! Skráning fer fram eins og vanalega með því að senda póst á flog@hi.is og endilega takið það fram hvort þið séuð í flog eða ekki 🙂 Eins og alltaf ganga flogarar fyrir!

1000 kr fyrir þá sem eru ekki í flog 🙂