Jæja kids það er nóg um að vera í vikunni!!

Miðvikudagurinn 18. okt:

Núna á miðvikudaginn kl 17:00 ætlar Landspítalinn að taka á móti 3 og 4. árs nemumum í blóðbankanum ( Snorrabraut 60) á 3. hæð þar sem boðið verður uppá léttar veitingar og drykki (bæði áfenga og óáfenga). Það er stútfull dagskrá hjá þeim bæði af fróðleik og skemmtun.

Skráningin er nú þegar hafin og best væri að þeir sem ælta að skella sér sendi okkur póst á flog@hi.is fyrir kl 16:00 í dag.

Föstudagurinn 20. okt: 

Jæja bjórþyrstu partýdýr þetta er klárlega vísindaferð fyrir ykkur!! Því á föstudaginn ætlar Bryggjan brugghús að bjóða okkur í bjórtúr í brugghúsið með bjórsmakki. En Bryggjan er sjálfstætt brugghús, veitingastaður og bar við höfnina í Reykjavík. Mæting er á slaginu kl 17:00 í Grandagarði 8. Hvetjum alla bjóráhugamenn að skella sér í þessa!!

Skráning hefst miðvikudaginn kl 12:00