Nú er eins gott að allir taki frá föstudaginn (29. sept) því þá verður fyrsta vísó annarinnar. Mikilvægt er að allir viti hvernig vísindaferðir og skráningin gengur fyrir sig.

Skráningin fer þannig fram að þið sendið okkur póst á flog@hi.is og þar þarf að koma fram nafnið ykkar og að þið ætlið að skrá ykkur í vísindaferðina þá vikuna. Yfirleitt er takmarkaður fjöldi sæta þannig það komast kannski ekki allir sem vilja. Fyrstur kemur fyrstur fær þannig mikilvægt er að vera fljótur að skrá sig!! Vísindaferðirnar verða kynntar á mánudögum en skráningin fer ekki fram fyrr en á miðvikudögum í hádeginu kl 12:00. Ef fullt verður í vísó þá fara þeir á biðlista sem sem voru of seinir að skrá sig. Allir Flogarar fá að sjálfsögðu frítt en þeir sem eru ekki búnir að kaupa sér FLOG nemendaskírteini þurfa að borga 1000kr. Auðveldast er þá að mæta með peninginn í vísó eða leggja inná okkur:

Reikningsnr.: 0336-13-200556

Kennitala: 501106-0460

Einnig er hægt að borga með AUR apppinu í nr: 8673987

Ef þú ert búin/n að skrá þig í vísó en kemst ekki þarftu að senda okkur póst og láta okkur vita svo að sá sem er næstur á biðlista geti komið með í vísindaferðina.

Ef það eru einhverjar spurningar endilega sendið á okkur 🙂