Jæja kjúklingar

Allt líður á enda og það sama á við um starfandi stjórn FLOG.

Aðalfundur FLOG verður haldinn föstudaginn 7. apríl í Stapa kl.18! Þennan fund ætti ekki neinn nemandi í lífeinda- eða geislafræði að láta framhjá sér fara! Farið verður yfir árið og kosin verður NÝ STJÓRN!

Dagskrá aðalfundar verður:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Reikningar lagðir fram
  3. Lagabreytingar
  4. Kosningar í stjórn og nefndir
  5. Önnur mál

Stjórnarframboð skulu vera send á flog@hi.is, fyrir miðnætti föstudaginn 31. mars!! Kosið er um eftirfarandi stjórnarstöður! Hér er einnig örstutt lýsing á stjórnarstöðunum, hægt er að lesa betur um þær á www.flog.hi.is undir “Lög FLOG”.

Formaður – Hann stjórnar öllu

Varaformaður – Hann sér um vísindaferðir og fleira

Ritari – Hann skrifar fundargerðir

Gjaldkeri – Hann sér um peningana

Upplýsingafulltrúi geislafræðinnar – Hann lokkar fólk í geislafræði

Upplýsingafulltrúi lífeindafræðinnar – Hann lokkar fólk í lífeindafræði

Einnig verður kosin eftirfarandi staða ef lagabreytingar ganga í gegn 🙂

Ljósmyndari FLOG – Hann tekur myndir

Tillögur sem bera á upp á aðalfundi, hugmyndir að lagabreytingum eða önnur mál, skulu berast skriflega til stjórnar (flog@hi.is) með minnst viku fyrirvara. Stjórn kynnir þær fyrir félagsmönnum áður en að aðalfundi kemur.

Aðalfundurinn er síðasta verkefni starfandi stjórnar og við viljum því sjá sem flesta á fundinum til að geta þakkað ykkur fyrir frábært FLOG-ár! FLOG mun bjóða upp á veitingar, bæði fljótandi og í föstu formi og eftir fundinn liggur leiðin beint niður í bæ þar sem að djammið heldur áfram!

Fagnið með okkur fyrir frábæru ári og fagnið með nýrri stjórn!

FLOG OUT!