Hæ krúttbombur!
Núna er komið að SÍÐUSTU VÍSINDAFERÐINNI!! Við ætlum að kíkja í heimsókn til ORF Líftækni hf.! Ef einhver er ekki með á hreinu hvað ORF er þá skulum við koma því á hreint 😉 ORF Líftækni hf. er leiðandi líftækni fyrirtæki, sem framleiðir m.a. prótein sem eru notuð í húðvörur. Flestir kannast við EGF dropana sem fyrirtækið framleiðir. Hver veit nema að þeir sem mæta fái einhvern glaðning í ferðinni.
Vísindaferðin verður núna á föstudaginn (24. mars) í Víkurhvarfi 3, kl.17:15.
Skráning hefst á morgun (miðvikudag) kl.12:00, sama snið og alltaf, senda póst á flog@hi.is.
XOXO
FLOG :*