Engin vísindaferð verður núna þessa vikuna en í staðinn koma upplýsingar um árshátíð FLOG!

Árshátíð FLOG er á næsta leiti, nánar tiltekið föstudaginn 10. mars, í salnum GALA að Smiðjuvegi 1 í Kópavogi.  Húsið mun opna kl.19 og forréttur hefst kl.20. Síðar um kvöldið mun vera dregið í happadrætti en á hverjum árshátíðarmiða verður númer 🙂

Þema árshátíðarinnar í ár er „Spilavíti“.

Skráning hefst kl.12 miðvikudaginn 15. febrúar.

Miðaverð á árshátíðina er:

FLOGARAR og kennarar: 6500kr

ÓFLOGARAR: 7900kr

Makar eru velkomnir á árshátíðina en þeir eru óflogarar þó þið séuð flogarar. Skráning er með sama sniði á ávallt, senda póst á flog@hi.is en þið þurfið að taka fram hvort þið séuð með einhver ofnæmi eða annað slíkt (grænmetisætur) – matseðillinn er annars hér fyrir neðan. Eftir að þið hafið skráð ykkur með tölvupósti þá þurfið þið að borga fyrir miðann ykkar! Hægt er að borga fyrir miðann sinn til og með 2. mars en ef ekki er búið að borga á þeim tíma afskráist þið af árshátíðinni!!!

Reikningsupplýsingar FLOG er:
Reikningsnr: 0336-13-200556
Kt: 501106-0460

Við viljum gjarnan hafa skemmtiatriði frá hvorri námsbraut fyrir sig og svo kennurum. Við viljum því gjarnan fá 2-3 sjálfboðaliða frá hverju ári innan hvorrar námsbrautarinnar, sem eru tilbúnir að gera eitthvað skemmtilegt með og fyrir okkur 😀 Þið megið því endilega taka fram í skráningarpóstinum ykkar að þið bjóðið ykkur fram í skemmtinefnd fyrir námsbrautina ykkar 😀

Forréttir:
Sushi: blandaðar makirúllur og blandaðir nigiri bitar
Nauta carpaccio með ferskum parmesan og lime
Grafið naut með rauðlaukssultu og piparrótarsósu
Laxatartar á kryddbrauði með capers
Ferskur mozzarella á kryddbrauði með fersku basil og tómat
Sýrt grænmeti í miniskál með grænsprettum
Steikt tofu

Aðalréttur (steikarhlaðborð):
Lambagrillsteik í ferskum kryddjurtum
Kalkúnabringur með kalkúnafyllingu
Hnetusteik (látið okkur vita ef þið viljið fá hnetusteik í aðalrétt)

Meðlæti:
Soðsósa
Ferskt grænmetissalat
Steikt rótargrænmeti
Sætar kartöflur
Ofnbakaðar kartöflur
Waldorf salat
Nýbakað brauð
Í eftirrétt verður síðan eitthvað ljúffengt 😉

XOXO

FLOG

#Impastor tv land winning casino impastor