Jebb, þið lásuð rétt! Það eru tvær vísó á föstudaginn! No man left behind og það á við um 1. árs nemana í þessu tilfelli. Elskurnar þó þið komist ekki með þeim eldri til Landspítalans þá bjóðum við ykkur (og þeim eldri sem eru ekki að fara til Landspítalans) að fara í heimsókn til Vífilfells!!!

VÍSÓ Í VÍFILFELL!!

Vífilfell er til húsa í Stuðlaháls 1 og byrjar vísó kl.17 (er til kl.19). Þarna er líklegt að allt verði fljótandi í veitingum… Fattiði… Fljótandi… Veitingar 😉 😉

Það eru ekki mörg sæti í boði og því er mikilvægt að þið séuð tilbúin á “send” takkanum! Skráning hefst á morgun kl.12 og senda þarf póst á flog@hi.is. Eins og alltaf ganga FLOGARA fyrir 🙂

Þetta verður örugglega mun betra en heimsókn til Willy Wonka!

XOXO

FLOG