Það er komið að fyrstu vísindaferð ársins og hún er sko ekki af verri endanum! Við ætlum að heimsækja BHM, Bandalag Háskólamanna! Þetta er einstakt tækifæri sem allir sem ætla sér að útskrifast úr Háskólanum ættu ekki að láta framhjá sér fara 🙂

Veist þú ekki hvað BHM gerir? Þá er nú gott að skella sér í vísó!

Vísó er kl.16-18 á föstudaginn (27. jan) og mæting er í Borgartún 6.

BHM mun bjóða upp á veitingar, bæði fljótandi og ekki fljótandi, ásamt því að kynna starfsemi sína. Þetta er einnig einstakt tækifæri til að tjútta með Gyðu Hrönn Einarsdóttur, kennara í lífeindafræði og varaformanni BHM! Eftir vísó munum við rölta saman niður í bæ og halda gleðinni gangandi á D10! Þetta er gott tækifæri til að pöbbrölta og því eru allar ábendingar um heppilega pöbba á leiðinni frá Borgartúni 6 til D10 þegnar og þær skulu sendast á flog@hi.is 😉

Skráning hefst kl.12 á morgun (miðvikudaginn 25. jan) og er með sama sniði og alltaf, sendið póst á flog@hi.is.

Við hvetjum alla til að skrá sig, flogara og ekki flogara!

homer simpson the simpsons beer muscle