Elsku Flogarar, það er komið að fyrstu vísindaferð ársins!
Loksins hafi þið góða afsökun til að fá ykkur 1 eða 17 bjóra og hafa gaman ♥

GoMobile ætlar að bjóða okkur í heimsókn á föstudaginn, 20.janúar. Það er mæting klukkan 17:00 á Austurstærti 12, 5.hæð. Þetta er sem sagt fyrir ofan English Pub og gengið inn Austurstrætismegin.

GoMobile býður upp á áfengi, einhverjar veitingar, kynningu á fyrirtækinu og gott partý. Eftir vísó viljum við hvetja ykkur að kíkja á D10 og nýta ykkur tilboðin á barnum þar.

Skráning fer fram eins og alltaf. Hún hefst á morgun,miðvikudag, kl 12:00 og þið sendið bara póst á flog@hi.is. Við fengum fullt af sætum þannig gerum okkar besta í að reyna að fylla þau 🙂

Hlökkum til að skála með ykkur á föstudaginn!!
xoxo